567. fundur SSS 20. febrúar 2007
Árið 2007, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þriðjudaginn 20. febrúar kl. 08.15 á Fitjum.
Mætt eru: Steinþór Jónsson, Óskar Gunnarsson, Oddný Harðardóttir, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Róbert Ragnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir fundarritari.
Dagskrá:
1. Fundargerð Svæðisráðs Reykjaness frá 12/12 ´06 lögð fram.
2. Bréf dags. 02/01 ´07 frá Landslagi ehf. vegna tilkynningu um vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga. Lagt fram.
3. Bréf dags. 4/1 ´07 frá Menntamálaráðuneytinu varðandi menningarsamning við Suðurland og Suðurnes. Ákveðið að formaður og framkvæmdastjóri fari á fund menntamálaráðherra á morgun kl. 9.15.
4. Bréf dags. 18/1 ´07 frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
5. Kjör fulltrúa í nefndir á vegum samstarfsins. (framhald frá síðasta fundi)
Bláfjallanefnd: Aðalmaður: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
varamaður: Friðrik Þór Friðriksson
Launamálaráðstefna launanefndar sveitarfélaga:
Aðalmaður: Guðjón Guðmundsson
varamaður: Róbert Ragnarsson
Starfskjaranefd S.T.F.S og S.S.S.
Aðalmaður: Guðjón Guðmundsson
varamaður: Róbert Ragnarsson
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum:
Aðalmaður: Oddný Harðarson
varamaður: Guðjón Guðmundssonar
Starfsmenntunarsjóður
Aðalmaður: Óskar Gunnarsson
Svæðisráð um málefni fatlaðra:
Aðalmaður: Einar Guðberg Gunnarsson
varamaður: Gyða Hjartardóttir
Þjónustuhópur aldraðra.
Tilnefndar Gyða Hjartardóttir
Kristbjörg Leifsdóttir.
Frá HSS Bryndís Guðbrandsdóttir
Sigurður Árnason
6. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana árið 2007. Afgreiðslur sveitarstjórna.
a) Bréf dags. 15/02 frá Reykjanesbæ
b) Bréf dags. 10/01 ´07 frá Grindavíkurbæ
c) Bréf dags. 09/11 ´06 frá Sandgerðisbæ
d) Bréf dags. 30/11 ´06 frá Sveitarf. Vogum
e) Bréf dags. 16/02 frá Sv. Garði
Hér með hafa allar sveitarstjórnirnar samþykkt fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2007 og hafa þær því tekið gildi.
7. Bréf dags. 07/02 ´07 frá Samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til vegalaga, 437. mál, heildarlög. Lagt fram.
8. Bréf dags. 12/02 ´07 frá Félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra, 541. mál, heildarlög. Lagt fram.
9. Bréf dags. 12/02 ´07 frá Félagsmálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um aukna þjónustu við ungbarnafjölskyldur, 73. mál. Lagt fram.
10. Bréf dags. 14/02 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi stöðu héraðsnefnda. Lagt fram.
11. Sameiginleg mál.
Samgöngumál – Rætt um samgönguáætlun. Fundur boðaður í Samgöngunefnd SSS í næstu viku.
Erindi frá Ferðamálasamtökunum þar sem þess er farið á leit að SSS og FSS haldi sameiginlega ferðamálaráðstefnu eins og gert hefur verið undanfarin ár. Samþykkt að taka þátt í ráðstefnunni með framlagi allt að kr. 250.000.-
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.00