fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

574. fundur SSS 29. ágúst 2007

Árið 2007, er fundur haldinn í  stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudag inn 29. ágúst kl. 08.15 í Kölku

Mætt eru:  Steinþór Jónsson, Óskar Gunnarsson, Oddný Harðardóttir Birgir Örn Ólafsson,  og Jóhanna M. Einarsdóttir  fundarritari.

Dagskrá:

1. Tilnefning fulltrúa í menningarráð Suðurnesja.
Tilnefningar hafa borist frá öllum sveitarfélögunum, þær eru:
Frá Reykjanesbæ  aðalmaður Steinþór Jónsson
     varamaður Guðný Ester Aðalsteinsdóttir 
Frá Grindavíkurbæ  aðalmaður Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
     varamaður Óskar Sævarsson
Frá Sandgerðisbæ  aðalmaður Hólmfríður Skarphéðinsdóttir
     varamaður Gunnlaug Finnsdóttir
Frá Sveitarfélaginu Garði aðalmaður Erna Sveinbjarnardóttir
     Varamaður Ásgeir Hjálmarsson
Frá Sveitarfélaginu Vogum aðalmaður Birgir Örn Ólafsson
     Varamaður Róbert Ragnarsson

Framkvæmdastjóra falið að kalla menningarráð saman til 1. fundar.

2. Bréf dags. 21/6 ´07 frá Grindavíkurbæ þar sem óskað er eftir að boðaður verði samráðsfundur sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að ræða aðkomu að skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins. Ákveðið að boða til samráðsfundar þegar niðurstaða vinnuhópsins liggur fyrir. 

3. Bréf dags.  12/7 ´07 frá Grindavíkurbæ ásamt bókun um skerðingar aflahlutdeildar í þorski. Lagt fram.

4.  Bréf dags. 14/8 ´07 frá Sigrúnu Jónsdóttur  Franklín og sjf-menningamiðlun ehf.  Framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna í málinu.

5. Bréf dags. 26/4 ´07 frá Félagsmálaráðuneytinu, varðandi tilnefningar í vinnumarkaðsráð Suðurnesja.
Eftirfarandi voru tilnefnd: aðalmaður Guðjón Guðmundsson
     varamaður Oddný Harðardóttir.

6. Beiðni um samstarf  við Samband sveitarfélga á Suðurnesjum vegna kynningar og auglýsingar á Tourist Information Radio.
Ekki hægt að verða við erindinu að svo stöddu.

7. Bréf dags. 9/8 ´07 frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja v/ skólaaksturs 2006.
Lagt fram.

8. Bréf dags. 30/7 ´07 frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu ásamt reglugerð um heilbrigðisumdæmi og heilsugæslustöðvar til  umsagnar.
Lagt fram.

9. Bréf dags. 10/7 ´07 frá Tómasi J. Knútssyni, formanni Bláa hersins.
Málinu frestað til næsta fundar.

11. Árshlutareikningur S.S.S. 1. janúar til 30. júní. 
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir endurskoðandi hjá Deloitte kom á fundinn og útskýrði árshlutareikninginn.  Árshlutareikningurinn samþykktur og undirritaður.

12. Sameiginleg mál.  Engin mál bókuð.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.15