fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

573. fundur SSS 11. júlí 2007

Árið 2007, er fundur haldinn í  stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 11. júlí kl. 08.15 í Kölku

Mætt eru:  Steinþór Jónsson,  Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Óskar Gunnarsson, Oddný Harðardóttir, Birgir Örn Ólafsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir, fundarritari.

Dagskrá:

1.      Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra frá  14/5, 30/5 og 25/6 2007. Lagðar fram og samþykktar.

2. Tilnefning fulltrúa í menningarráð Suðurnesja.
Bréf dags. 28/6 ´07 frá Reykjanesbæ ásamt tilnefningu aðalmaður Steinþór Jónsson og til vara Guðný Ester Aðalsteinsdóttir.

3. Bréf dags. 26/6 ´07 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, varðandi námskeið fyrir sveitarfélög um samningsstjórnun 13.-14. ágúst n.k.  Lagt fram.

4. Bréf dags.  5/7 ´07 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, varðandi boð á 52. Fjórðungsþing Vestfirðinga 7. – 8. september. Lagt fram.

5.  Bréf dags. 15/6 ´07 frá Ísmar ásamt upplýsingum um umferðargreini. Lagt fram.

6. Skólaakstur Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2007-2008.  Ákveðið að kalla eftir viðbrögðum sveitarfélaganna hvernig hægt sé að leysa skólaaksturinn í ár.

7. Bréf dags. 4/5 frá Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins. (framhald frá síðasta fundi.)  Ákveðið að skipa Jónu Kristínu Þorvaldsdóttir í vinnuhópinn sem fulltrúi SSS.

8. Hitaveita Suðurnesja – Staða mála. – Málið rætt.

9. Sameiginleg mál.

Ályktun vegna aflasamdráttar:

„Stjórn SSS lýsir yfir áhyggjum sínum vegna aflasamdráttar sem framundan er á næstu  árum og þeim miklu áhrifum sem hann hefur á byggðarlög á Suðurnesjum.
Stjórnin telur mjög brýnt að sem fyrst verði undirbúnar og kynntar mótvægisaðgerðir á  vegum ríkisstjórnarinnar til að auðvelda sveitarfélögunum á að takast á við  erfiðleikana sem þessu fylgja.
Stjórnin fagnar flýtingu verkloka á Suðurstrandarvegi en minnir á að að löngu áður er  búið að lofa þessum vegi en framkvæmdum ávallt verið frestað.“

Ferð sveitarstjórnarmanna á Opna daga héraðsnefndar ESB í Brussel 7. -12. október nk. rædd.

Aðalfundur SSS. Stefnt er að halda aðalfund SSS laugardaginn 27. október nk.       

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.30