597. fundur SSS 6. mars 2009
Árið 2009, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn
6. mars kl. 08.15 á Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Garðar K. Vilhjálmsson, Oddný Harðardóttir, Óskar Gunnarsson, Birgir Örn Ólafsson, Gunnar Már Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Bréf dags. 14/2 ´09 frá Byggðastofnun varðandi tækifæri í Evrópusamstarfi. Lagt fram.
2. Bréf dags. 24/2 ´09 (tölvubréf) frá heilbrigðisráðuneytinu ásamt skipunarbréfi í nefnd til að útfæra samhæfingu starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og meginstarfsemi Landspítala. Guðjón Guðmundsson baðst undan skipun í nefndina af heilsufarsástæðum. Stjórnin óskar eindregið eftir því að sveitarfélögin fái 2 fulltrúa í nefndina og tilnefnir Árna Sigfússon, Reykjanesbæ og Birgi Örn Ólafsson, Vogum til að vera fulltrúa sína.
3. Bréf dags. 3/3 ´09 (tölvubréf) frá Degi B. Eggertssyni borgarfulltrúa ásamt minnisblaði vegna samráðs um langtíma samgönguáætlun. Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.
4. Vaxtarsamningur fyrir Suðurnes. Berglind Kristinsdóttir gerði grein fyrir málinu og ræddi næstu skref.
5. Bréf dags. 12/2 ´09 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um virðisaukaskatt, 289. mál, hækkuð endurgreiðsla vegna vinnu á byggingarstað. Lagt fram
6. Bréf dags. 18/2 ´09 frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um endurskoðun á undanþágum frá I kafla I. Viðauka við EES- samninginn, 258. mál, EES-reglur, breyting ýmissa laga. Lagt fram.
7. Bréf dags. 20/2 ´09 frá Efnahags- og skattanefnd ásamt tillögu til þingsályktunar um breytta skipan gjaldmiðilsmála, 178. mál, tenging krónunnar við aðra mynt.
Lagt fram.
8. Bréf dags. 20/2 ´09 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, 313. mál, afnám laganna. Lagt fram.
9. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.15