596. fundur SSS 13. febrúar 2009
Árið 2009, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn
13. febrúar kl. 08.15 á Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Garðar K. Vilhjálmsson, Oddný Harðardóttir, Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Staða og horfur hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Árni Sigfússon kom á fundinn og sagði frá verkefnum Þróunarfélagsins.
2. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 9/12 ´08, lögð fram.
3 Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2009. Afgreiðslur sveitarstjórna.
a) Bréf dags. 4/12 2008 frá Sandgerðisbæ
b) Bréf dags. 22/1 2009 frá Reykjanesbæ
c) Bréf dags. 22/1 2009 frá Sveitarfél. Vogum
d) Bréf dags. 11/2 2009 frá sveiarfél. Garði
e) Bréf 2009 frá Grindavíkurbæ
Sveitarfélgögin á Suðurnesjum hafa öll samþykkt fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2009, fjárhagsáætlanirnar hafa því tekið gildi.
4. Bréf dags. 2/2 ´09 frá Kristjáni Pálssyni framkv.stj. MS. Framlag SSS til Markaðsstofu Suðurnesja er skilyrt því að fjárframlag frá ríkinu fáist til Markaðsstofu Suðurnesja því verður styrkurinn ekki greiddur fyrr en staðfesting um ríkisframlag liggur.
5. Bréf dags. 3/2 ´09 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um fjárframlög til landshlutasamtaka á árinu 2009.
6. Bréf dags. 18. des. ´08 frá Samgönguráðuneytinu um endurskoðun á hlutverki landshlutasamtaka. Málið rætt og framkvæmdastjóra falið að svara bréfinu.
7. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.30