fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

6. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja

6. fundur svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem var haldinn miðvikudaginn 27.janúar 2016, kl. 15:30.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbær.

Mætt eru:

Ólafur Þór Ólafsson,  Sveinn Valdimarsson, Róbert Ragnarsson, Guðlaugur M. Sigurjónsson, Kjartan Már Kjartansson, Áshildur Linnet, Jón Emil Halldórsson,  Magnús Stefánsson, Kristinn Benediktsson, Guðmundur Björnsson, Einar Jón Pálsson, Marta Sigurðardóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 

Dagskrá:

1.      Undirritun fundargerðar frá 14. september 2015.

Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn.  Var hún samþykkt samhljóða.

 

2.      Erindi frá Reykjanesbæ, dags. 16.12.2015.  Endurskoðun aðalskipulags, skipulagslýsing til kynningar (tilv. 201205-116/9.7).

Fulltrúi RNB sagði frá breytingum á megin markmiðum aðalskipulags RNB.  Lagt fram án athugasemda.

 

3.      Erindi frá ISAVIA, dags. 11.01.2016. Tillaga að aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030. http://www.kefairport.is/Flytileidir/Um-felagid/skipulagsmal/

a)Afrit af minnisblaði frá VSÓ, dags. 04.01.2016, v/aðalskipulags Keflavíkurflugvallar – samræmi við svæðisskipulag.

Fulltrúi ISAVIA sagði frá helstu atriðum tillögu að aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar.  Stjórn Svæðisskipulags Suðurnesja telur að ekki sé nauðsynlegt að breyta svæðisskipulaginu vegna nýrrar staðsetningar framtíðarbrauta, nýrra hindrunarflata og flugöryggissvæða áður en nýtt aðalskipulag tekur gildi.

Svæðisskipulagsnefndin gerir því ekki athugasemdir við tillögu ISAVIA og telur að hún falli að svæðisskipulagi Suðurnesja

4.      Erindi frá ISAVIA, dags. 12.01.2016.  Deiliskipulög á Keflavíkurflugvelli – skipulagslýsingar.

Fulltrúi ISAVIA greindi frá fyrirhuguðum breytingum á deiluskipulagi á Keflavíkurflugvelli, (vestur og austursvæði). 

Svæðisskipulagsnefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu ISAVIA og telur að hún falli að svæðisskipulagi Suðurnesja.

 

5.      Erindi frá Grindavíkurbæ, dags. 09.12.2015.  Beiðni um umsögn v.endurskoðunar á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030.

Fulltrúi Grindavíkur sagði frá helstu breytingum á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030. 

Svæðisskipulagsnefndin gerir ekki athugasemdir við forsendur endurskoðunarinnar.

 

6.      Endurskoðun á vatnsverndarsvæði – upplýsingar um stöðu.

Formaður nefndarinnar og ritari sögðu frá fundi sem þau áttu með fulltrúum HS-orku og veitna.  Til skoðunar eru tveir staðir sem koma til greina fyrir ný vatnsból.  Ákvörðun frá hálfu HS – orku og veitna um nýtt vatnsból þarf að liggja fyrir á árinu 2017.

 

7.      Önnur mál.

Fulltrúi Sveitarfélagins Voga vakti athygli á því að fundað er í bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga síðasta miðvikudag hvers mánaðar.  Óskað var eftir því að tekið væri tillit til þessa þegar boðað væri til fundar í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja.

 

Umræður urðu um uppbyggingu á þjónustusvæði við Rósaselstjarnir.  Til máls tóku KMK, EJP, GHS, MS,ÓÞÓ og ÁL.

 

Lagt er til að sameiginleg atvinnusvæði verði rædd á næsta stjórnarfundi Svæðisskipulags Suðurnesja.  Samþykkt samhljóða.

 

Fulltrúar RNB og Grindavíkur sögðu frá vinnu við stígagerð á milli sveitarfélaganna.  GMS. greindi fundarmönnum frá sameiginlegu verkefni sem sveitarfélögin RNB, Vogar og Grindavík eru að skoða og ber vinnuheitið „Stapastígur“.

 

Fundarmenn fögnuðu þessum sameiginlegu verkefnum.

 

Fundi slitið kl. 16:55.