fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

698. fundur S.S.S 16.desember 2015

Árið 2015, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 16. desember, kl. 08:00 á skrifstofu S.S.S. Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Guðmundur L. Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Atvinnuleitendur á Suðurnesjum – Gestur: Íris Guðmundsdóttir frá VMST.
Íris Guðmundsdóttir kom á fundinn og sagði frá stöðu atvinnuleitenda á Suðurnesjum.  Alls fengu 342 aðilar greiddar atvinnuleysisbætur greiddar þann 1. desember 2015. 

2. Bréf frá Sandgerðisbæ, v. undanþágu frá íbúafjöldamörkum þjónustusvæða dags. 8.10.2015. (201008-38/93).
Lagt fram.

3. Minnisblað Strætó bs.,v. breytingar á leiðarkerfinu á landsbyggðinni, dags.06.11.2015 (201409-91/9.10).
Lagt fram til upplýsinga.

4. Bréf frá Sandgerðisbæ, dags. 30.11.2015. Vegna málefna aldraðra, niðurstöður aðalfundar (201510-114/1.1).
Lagt fram. Stjórn S.S.S. hvetur aðildarsveitarfélög sín til að senda inn hugmyndir að frekari úrvinnslu.  Framkvæmdastjóra falið að óska eftir upplýsingum.

5. Fundargerð Heklunnar nr. 47, dags. 27.11.2015 (201511-124/9.12.1).
Lagt fram.

6. Fundargerð Reykjanes Geopark, nr. 22, dags. 27.11.2015 (201511-125/8.3).
Lagt fram.

7. Fundargerð Þekkingarseturs Suðurnesja nr.16, dags. 18.11.2015 (201304-44/1.4).
Lagt fram.

8. Önnur mál.
Farþegatölur almenningssamgangna frá janúar til nóvember 2015 lagðar fram.  Fjöldi farþega í janúar var 7.358 en voru orðnir 16.097 í lok nóvember.

Formaður S.S.S., sagði frá hugmyndum um Menntaskóla á Ásbrú.  Stjórn S.S.S. óskar eftir því að fá kynningu á verkefninu á nýju ári. 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30.

Næsti fundur stjórnar verður miðvikudaginn 20.janúar, kl. 8:00.