Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

699. fundur S.S.S 20.janúar 2016

Árið 2016, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 20. janúar 2016 kl. 08:00 á skrifstofu S.S.S. Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Guðmundur L. Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:.

1. Kynning: Menntaskóli á Ásbrú – Gestur:  Hjálmar Árnason.  
Hjálmar Árnason sagði frá hugmundum um nýjan menntaskóla á Ásbrú – MÁS.

2. Bréf dags. í desember 2015 frá Guðjónínu Sæmundsdóttur f.h. Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.  Erindi: Beiðni um þjónustusamning (201306-68/9.5).
Ekki er unnt að verða við beiðninni að þessu sinni.  Vinnu við fjárhagsáætlun S.S.S. vegna ársins 2016, lauk í október 2015 og hefur hún verið send út til sveitarfélaganna.  Ekki er svigrúm til að taka upp fjárhagáætlunina og er forsvarsmönnum MSS bent á að senda inn erindi til stjórnar S.S.S. tímanlega vegna ársins 2017.

3. Bréf dags. 18.12 2015 frá Grétari Jónssyni f.h. Fjáreigendafélags Grindavíkur.  Beiðni um styrk til kaupa á áburði.
Ekki er unnt að verða við beiðninni að þessu sinni þar sem vinnu við fjárhagsáætlun S.S.S. lauk í október 2015.  Stjórn S.S.S. beinir tilmælum til stjórnar Fjáreigendafélags Grindavíkur um að senda erindi inn til stjórnar S.S.S. í tíma vegna ársins 2017.

4. Undirbúningur Vetrarfundar 2016.
Framkvæmdastjóra falið að senda bæjarstjórum aðildarsveitarfélaga S.S.S. beiðni um tillögur að fundarefni.

5. Önnur mál.
Almenningssamgöngur.
Lagðar voru fram farþegatölur ársins 2015.  Framkvæmdastjóra S.S.S. falið að óska eftir fundi með fulltrúum ISAVIA.

Uppbygging hjúkrunarheimila.
Í frétt á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins um framkvæmdaáætlun heilbrigðisráðherra er gert ráð fyrir uppbyggingu 214 hjúkrunarrýma með byggingu þriggja nýrra hjúkrunarheimila á landinu.  Skv. fyrrnefndri frétt er ekki gert ráð fyrir nýjum hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum næstu 5 árin. Framkvæmastjóra S.S.S. falið að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05.