fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

700. fundur S.S.S 17.febrúar 2016

Árið 2016, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 17. febrúar 2016 kl. 08:00 á skrifstofu S.S.S. Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Guðmundur L. Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Birgir Örn Ólafsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:.

1. Tillaga að aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030, bréf dags. 11.01.2016 (201507-88/9.7).
Lagt fram.

2. Vetrarfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
a. Bréf dags.09.02.2016 frá Sandgerðisbær
b. Tölvupóstur dags. 08.02.2016 frá Grindavíkurbæ.
c. Tölvupóstur dags. 02.02.2016 frá Reykjanesbæ.
d. Bréf dags. 11.02.2016 frá Sveitarfélaginu Garði.
Tillögur sveitarfélaganna að fundarefnið lagðar fram.  Stjórn S.S.S. leggur til að fundurinn verði tileinkaður atvinnumálum.  Fundurinn verður haldinn þann 11. mars, í Sveitarfélaginu Garði.

3.  Umsögn um drög að reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks 2016, afrit af bréfi .01.02.2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

4. Bréf dags. 01.02.2016, frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna, framlag til landshlutasamtakanna.
Lagt fram.

5. Fjárhagsáætlun S.S.S. og sameiginlegra stofnana vegna ársins 2016:
a. Sv.Vogar – Samþykkt, dags.26.11.2015
b. Sandgerðisbær – Samþykkt, dags. 08.12.2015
c. Grindavíkurbær – Samþykkt, dags.24.11.2015
d. Sv.Garður – Samþykkt, dags. 02.12.2015
e. Reykjanesbær – Samþykkt, dags.16.12.2015
Fjárhagsáætlun S.S.S. hefur verðið samþykkt í öllum sveitarfélögin og hefur tekið gildi.

6. Fundargerð Reykjanes Jarðvangs nr. 23, dags. 27.01.2016.
Lögð fram.

7. Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja – Heklunnar nr. 48, dags. 27.01.2016.
a. Sóknaráætlun Suðurnesja – Ímyndarverkefni.
Lagt fram og samþykkt.
b. Starfsáætlun Heklunnar 2016.
Lagt fram og samþykkt.

8. Tölvupóstur dags. 10.02.2016 frá Runólfi Ágústssyni v. Þróunarfélags Fluglestarinnar.
Stjórn S.S.S. samþykktir að tilnefna Berglindi Kristinsdóttur framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesja í stjórn.

9. Niðurlagning Héraðsnefndar Suðurnesja.
Fyrir liggur að allar bæjarstjórnir aðildarsveitarfélaga S.S.S. hafa fyrir sitt leyti samþykkt tillögu stjórnar S.S.S. um að Héraðsnefnd á Suðurnesjum verði lögð niður.
Í samræmi við ákvæði 5. mgr. 95.gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 ber að skipta slitastjórn sem gera um upp eignir Héraðsnefndarinnar og skuldir og slíta rekstri hennar formlega.  Með vísan til þessa samþykkir stjórn S.S.S. hér með að skipa Einar Jón Pálsson, Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur og Guðmund Pálsson í slitastjórn.

10. Tölvupóstur dags. 05.02.2016 frá Innanríkisr., beiðni um skipan í hóp.
Stjórn S.S.S. samþykkir að tilnefna þau Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur og Einar Jón Pálsson í hópinn.

11. Árleg greinargerð S.S.S. vegna Sóknaráætlunar Suðurnesja 2015.
Lagt fram.

12. Almenningssamgöngur – gjaldskráhækkun.
Lagt fram.

13. Önnur mál.
Formaður stjórnar S.S.S. lagði fram tölvupóst frá formanni öldungaráðs Suðurnesja.  Málið verður sett á dagskrá næsta stjórnarfundar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00.