fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

701. fundur S.S.S 16.mars 2016

Árið 2016, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 16. mars 2016 kl. 08:00 á skrifstofu S.S.S. Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Guðmundur L. Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:.
1. Tölvupóstur dags. 15.02.2016 frá Eyjólfi Eysteinssyni f.h. Öldungaráðs Suðurnesja.
Stjórn S.S.S. tekur undir áhyggjur Öldungaráðs Suðurnesja um uppbyggingu hjúkrunarrýma en minnir á að ábyrgð málaflokksins er hjá ríkisvaldinu.

Formaður stjórnar S.S.S. sagði frá fundi sem fulltrúar stjórnar S.S.S. áttu með Heilbrigðisráðherra en þar kom fram að ekki yrði um frekari uppbyggingar á hjúkrunarheimilum á Suðurnesjum fyrr en eftir árið 2020. 

Stjórn S.S.S. tekur undir með stjórn Öldungaráðsins um að vinni eigi að því að samþætta heimilishjálp, heimahjúkrun og félagslega þjónustu. 

2. Minnisblað vegna almenningssamgangna að og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar dags. 16.02.2016.
Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

3. Drög að ársuppgjöri almenningssamgangna.
Lagt fram.

4. Fundargerð Heklunnar nr.49, dags. 04.03.2016.
Lagt fram.

5. Fundargerð úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja nr. 4, dags. 22.02.2016.
Lagt fram.

6. Fundargerð úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja nr. 5, dags. 24.02.2016.
Stjórn S.S.S. samþykkir úthlutunartillögur stjórnar Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja.

7. Fundargerð Reykjanes Geoparks nr. 24, dags. 04.03.2016.
Í fundargerð Reykjanes Geopark er finna eftirfarandi bókun: „ Stjórn Reykjanes Jarðvangs hefur undanfarna mánuði rætt möguleika á gjaldtöku á ferðamannastöðum innan Jarðvagnsins. Stjórnin beinir því til stjórnar S.S.S. að kanna möguleikann á gjaldtöku á bílastæðum við vinsæla ferðamannastaði“.
Lagt fram.

8. Dagskrá XXX landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

9. Fundargerð Þekkingarseturs Suðurnesja nr. 17, dags. 17.02.2016.
a. Starfsáætlun Þekkingarseturs Suðurnesja v. 2016.
Lagt fram.

10. Tölvupóstur dags. 22.02.2016 frá Nefndarsviði Alþingis.  Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög, 296.mál.  www.althingi.is/altext/145/s/0325.html
Lagt fram.

11. Tölvupóstur dags. 22.02.2016 frá Nefndarsviði Alþingis.  Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219.mál.  www.althingi.is/altext/145/s/0227.html
Lagt fram.

12. Úttekt á samráðsferli landsskipulagsstefnu, dags. janúar 2016.
Lagt fram.

13. Önnur mál.
Framkvæmdastjóri sagði frá verkefnum Sóknaráætlunar Suðurnesja 2016.  Verkefnin verða kynnt á sameiginlegur fundi í maí, á þeim fundi verður auk þess kynning á nýrri Byggðaáætlun.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45