fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

779. stjórnarfundur SSS 24. maí 2022

Árið 2022, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 24. maí, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Laufey Erlendsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Ingþór Guðmundsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

  1. Ársreikningur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2021.

Endurskoðandi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Kristján Ragnarsson fór yfir ársreikning S.S.S. vegna ársins 2021 en áritun endurskoðenda er fyrirvaralaus.

Tap félagsins á árinu samkvæmt rekstrarreikningi nam 1.357.590 en rekstrarhagnaður fyrir skatta og gjöld var 3.430.707,-

Á Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum hvílir framtíðarlífeyriskuldbinding á Brú vegna Brunavarna Suðurnesja. Framkvæmdastjóra falið að vinna að leiðréttingu í samvinnu við Brunavarnir Suðurnesja og aðildarsveitarfélög.

Skuld Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja við S.S.S. hefur hækkað á milli ára og er nú komin í kr. 48.260.466,-  Stjórn S.S.S. leggur til að aðildarsveitarfélög H.E.S. greiði upp skuld H.E.S. við S.S.S. og geri ráð fyrir því í næstu fjárhagsáætlunum sínum. Mikilvægt er að rekstur H.E.S. sé sjálfbær til framtíðar og er stjórn H.E.S. hvött til að hafa það að leiðarljósi.

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkir reikninginn samhljóða.

2. Bréf dags. 05.05.2022 frá Innviðaráðuneytinu, v. Viðauki fyrir 1. júní nk. 20.gr. reglugerðar 1212/2015.

Lagt fram.

3. Aðalfundarboð Fisktækniskóla Íslands.

a) Tilnefning í stjórn Fisktækniskóla Íslands.

Stjórn S.S.S. tilnefnir Hjálmar Hallgrímsson sem aðalmann í stjórn Fisktækniskóla Íslands og Berglindi Kristinsdóttur til vara.

4. Vorfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, fundargerð dags. 29.04.2022.

Lagt fram.

5. Fundargerð Þekkingarseturs Suðurnesja nr. 42, dags. 20.04.2022.

Lagt fram.

6. Tölvupóstur frá nefndarsviði Alþings dags. 23.05.2022. Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög, 571. mál. https://www.althingi.is/altext/152/s/0810.html

Lagt fram.

7. Tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 23.05.2022. Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um skipulagslög, 573. mál. https://www.althingi.is/altext/152/s/0812.html

Lagt fram.

8. Bréf dags. 13.05.2022 frá Keili, v. framsal hlutar í Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs.

Stjórn S.S.S. samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra að undirrita samninginn fyrir hönd S.S.S.

9. Undirbúningur vegna aðalfundar S.S.S. 2022.

Aðalfundur S.S.S. verður haldinn daganna 16.-17.september. Fundurinn verður haldinn í sveitarfélaginu Vogum. Lagt er til að sveitarstjórnarfólki sé kynnt starfsemi og verkefni S.S.S. á aðalfundinum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00.