fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

91. fundur Heklunnar

91. fundur Heklunnar, atvinnuþróunarfélags og Markaðsstofu Reykjaness haldinn í fundarsal S.S.S., Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær, föstudaginn 27. janúar 2023, kl. 8:30.
Mætt: Magnús Stefánsson, Fannar Jónasson, Guðmundur Pétursson, Gunnar Axel Axelsson, Pálmi Freyr Randversson og Berglind Kristinsdóttir. Fundargerð ritaði Berglind Kristinsdóttir.
Fulltrúi Reykjanesbæjar boðaði forföll.
Dagskrá:
1. Ímynd Suðurnesja – Kynning á Gallup könnun, gestur fundarins Kristján Hjálmarsson frá Hér&Nú.
Kristján Hjálmarsson fór yfir niðurstöður skoðunarkönnunar sem gerð var daganna 18. nóvember til 7.desember 2022. Kynningin verður send stjórn.
2. Fyrirtækjakönnun á Suðurnesjum – Kynning.
Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður fyrirtækjakönnunar sem gerð var á síðasta ári. Könnunin var gerð á landsvísu og tóku 1600 fyrirtæki þátt í henni, þar af 81 frá Suðurnesjum. Niðurstöður voru áhugaverðar en sjá má mikinn viðsnúning til hins betra frá 2019 með tilliti til Suðurnesja, þegar horft er til mannaráðninga, fjárfestingatekna og jafnvel heildartekna.
Ef horft er til mannaráðninga hjá þessum sjö landshlutum sem könnunin náði til var hugurinn mestur á Suðurnesjum.
3. Vinnumarkaðurinn á Íslandi – des.2022.
Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í desember 2022 eða 6% en meðal atvinnuleysi var 3,4% á landsvísu. Vert er þó að geta að atvinnuleysi á Suðurnesjum var 9,3% í desember 2021.
Atvinnuleysi meðal karla var 5,7% en 6,3% meðal kvenna á Suðurnesjum. Aðeins voru auglýst 6 laus störf í desember mánuði á Suðurnesjum hjá Vinnumálastofnun.
4. Önnur mál.
Stjórnin ræddi samruna stjórna SSS og Heklunnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35.

Attachments