fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

404. fundur SSS 22. ágúst 1996

 Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 22. ágúst kl. 15.00.

Mætt eru:  Óskar Gunnarsson, Sigurður Ingvarsson, Steindór Sigurðsson, Hallgrímur Bogason, Jón Gunnarsson og Guðjón Guðmundsson framkv.stj.

Dagskrá:

Í upphafi fundar minntist formaður Sigurðar Bjarnasonar er lést þann 30. júní 1996.  Sigurður starfaði mikið að sveitarstjórnarmálum í Sandgerði og innan samstarfs sveitarfélaganna á Suðuðrnesjum og sat m.a. í stjórn S.S.S.

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 10/7 1996.  Lögð fram.

2. Fundargerðir ferlinefndar S.S.S. frá 29/4, 13/5, 22/5, 4/6, ódags. (nr. 26) og 26/6 1996.  Lagðar fram og samþykktar.

3. Fundargerðir starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 26/6 1996.  Lagðar fram og samþykktar.

4. Bréf dags. 28/6 1996 frá menntamálaráðherra Birni Bjarnasyni þar sem óskað er tilnefningar tveggja fulltrúa og tveggja til vara í stjórn F.S. samkvæmt nýjum lögum um framhaldsskóla.  Tilnefningin er til fjögra ára.  Afgreiðslu frestað.

5. Bréf dags. 2/7 1996 frá Þórði Skúlasyni framkv.stj., Sambandi ísl. sveitarfélaga, þar sem tilkynnt er um skiptingu 15 milljón kr. framlags vegna undirbúnings sveitarfélaga að yfirtöku grunnskólaverkefna frá ríkinu.
Í hlut S.S.S. kemur kr. 1.000.000 og er ætlast til að landshlutasamtökin taki ákvörðun um frekari skiptingu fjárhæðarinnar.
Ekki tekin  ákvörðun um skiptingu að sinni enda hefur fjámagnið ekki borist.

6. Bréf dags. 25/7 1996 frá Guðrúnu Hilmisdóttur, verkfræðingi hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga um þátttöku landshlutasamtaka og sveitar-félaga í átakinu: “Íslenskt  já takk”.
Stjórn S.S.S. óskar eftir við M.O.A. að þeir hafi forgöngu um framkvæmd verkefnisins í samvinnu við framkvæmdastjóra S.S.S.

7. Bréf (afrit) 26/7 1996 frá Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi þar sem er mótmælt lagasetningu um framhaldsskóla hvað varðar ákvæði um kostnaðarþátttöku aðildarsveitarfélaga framhaldsskóla vegna byggingar heimavista.  Eftir hana ber sveitarfélögum að greiða 4/10 stofnkostnaðar við heimavistir, en áður bar ríkissjóður hann að fullu.
Stjórn S.S.S. tekur undir mótmæli stjórnar SSA.

8. Bréf dags. 8/8 1996 frá stjórn sögufélags Suðurnesja þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 350.000.- til útgáfu Árbókar Suðurnesja.
Samþykkt að veita kr. 150.000.- af liðnum “sérstök verkefni”.

9. Samningur milli MOA, SSS og Byggðastofnunar um atvinnuþróun.  Stjórn S.S.S. staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.  Rétt er þó að benda á að samkvæmt samþykktum S.S.S. og sveitarstjórnarlögum þurfa  aðildar-sveitarfélög að samþykkja fjárlög hvers árs fyrir sig.  Slík samþykkt liggur fyrir vegna yfirstandandi árs.

10. Aðalfundur S.S.S. 1996.
Ákveðið að halda aðalfund S.S.S. 1996 í Sandgerði dagana 25. – 26. október n.k.  Rætt um dagskrá og framkvæmd fundarins.
Formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

11. Vegamál á Suðurnesjum (framhald frá síðasta fundi).
Ákveðið að hver stjórnarmaður taki saman verkefnalista um vegamál í heimabyggð og komi til framkvæmdastjóra í síðasta lagi 4. september n.k.

12. Tilnefning í stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja (aðal- og varamaður).  Framhald frá síðasta fundi.

Ákveðið að Reynir Sveinsson verði aðalmaður, Steindór Sigurðsson verði til vara.

13. Starfslok fræðsluskrifstofu Reykjaness þann 31. júlí s.l.
Framkvæmdastjóri S.S.S. sagði frá lokun starfsemi skrifstofunnar m.a. að eignum skrifstofunnar hefur verið skipt milli aðildarsveitarfélaganna.  Fræðslustjóra og starfsfólki hans eru þökkuð velunnin störf í þáu fræðslumála á Suðurnesjum.  Jafnframt er þeim óskað góðs gengis á nýjum vettvangi.

14. Sameiginleg mál.
Lögð fram greinargerð frá Jóni Gunnarssyni og Magnúsi Guðjónssyni um skipulegt eftirlit á kattarhaldi á Suðurnesjum.  Þeim var falið þetta verkefni á fundi stjórnar S.S.S. þann 23/5 s.l.
Ákveðið að leggja til við sveitarfélögin að komið verði á skiplagi og eftirliti með kattarhaldi á Suðurnesjum á grundvelli meðfylgjandi greinargerðar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.