fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

405. fundur SSS 31. ágúst 1996

 Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum laugardaginn 31. ágúst 1996 kl. 11.00.

Mætt eru Óskar Gunnarson, Sigurður Ingvarsson, Hallgrímur Bogason, Jón Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir og Guðjón Guðmundsson framkvæmdastj.

Dagskrá.

1. Bréf dags. 28/6 1996 frá menntamálaráðherra Birni Bjarnasyni þar sem óskað er tilnefningar tveggja fulltrúa í stjórn Fjölbrautaskóla Suðurnesja og tveggja til vara.  Framhald frá síðasta fundi.

Tillaga kom fram á fundinum  um Jón Inga Baldvinsson sem aðalmann og til vara Guðjón Þ. Kristjánsson og Guðbjörgu Ingimundardóttur sem aðalmann og Karl Hermannsson til vara.  Miklar umræður urðu á fundinum um það frá  hvaða sveitarfélögum fulltrúar ættu að vera.
     Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum gegn atkv. fulltrúa Grindavíkur. 

Fulltrúi Grindavíkur  Hallgrímur Bogason gerði eftirfarandi bókun:

“Til samræmis við undangengnar umræður sem snérust um tilnefningar fulltrúa sveitarfélaga en ekki persónur, harma ég að stjórn S.S.S. bæri ekki gæfu til að stýra málum þannig að öll sveitarfélög ættu þar einn fulltrúa hvort, í stað þess að Reykjanesbær komi til með að eiga tvo nú á kostnað fulltrúa frá Sandgerðisbæ.”

Fulltrúar annarra sveitarfélaga gera eftirfarandi bókun:

Í framhaldi af bókun Hallgríms er rétt að benda á að stjórn S.S.S. tilnefndi einungis tvo fulltrúa í skólanefnd F.S.  Það er ekki á valdi stjórnar S.S.S. að hafa áhrif á hvernig ráðherra skipar sína fulltrúa.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.00.