fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

406. fundur SSS 26. september 1996

Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 26. september kl. 13.00.

Mætt eru:  Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Drífa Sigfúsdóttir, Jón Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Vegamál á Suðurnesjum.
Jónas Snæbjörnsson, Eyvindur Jónasson og Sigursteinn Hjartarson fulltrúar frá Vegagerðinni komu á fundinn og ræddu safnvegaáætlun 1996 – 1997 o.fl.
Óskari Gunnarssyni og Jóni Gunnarssyni falið að koma með tillögu að safnvegum sem þurfa lagfæringu. 
Í framhaldi af fundi sem SASS boðaði til s.l. mánudag um Suðurstrandarveg þ.e. vegar frá Höfnum um Grindavík til Þorlákshafnar fer stjórn S.S.S. þess á leit við MOA að hafa forgöngu ásamt atvinnuuþróunarsjóði Suðurlands um að fram fari athugun á hagrænni þýðingu vegarins.  Leitað verði samstarfs við aðra aðila eftir því sem við á s.s. Byggðastofnun.

2. Bréf dags. 22/8 1996 frá Reykjanesbæ ásamt umsögn um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og svæðisráð sjúkrahúsa.  Lagt fram.

3. Bréf dags. 21/8 1996 frá Þórði Skúlasyni framkv.stj. Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi samstarf sveitarfélaga við félög eldri borgara.  Erindið framsent öldrunarnefnd og D.S.

4. Bréf dags. 1/9 1996 frá Guðrúnu Hilmisdóttur verkfr. Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi ráðstefnu 25. okt. n.k. á Akureyri. Efni ráðstefnunnar er:  “Eiga sveitarfélög að annast framkvæmd á eigin þjónustu?”.  Lagt fram.

5. Bréf dags. 11/9 1996 frá Jóni B. Skúlasyni atvinnumálaráðgjafa varðandi athugun á að setja upp pappírs endurvinnsluvél á Suðurnesjum.  Lagt fram.

6. Bréf dags. 12/9 1996 frá Kristjáni Einarssyni f.h. slökkviliðsstjóra í Reykjaneskjördæmi ásamt afritum frá Erni Bergsteinssyni, Agli Ólafssyni og Ásmundi Jónssyni þar sem þeim tilmælum er beint til stjórnar S.S.S. að samtökin beiti sér fyrir því með tillöguflutningi á næsta aðalfundi samtakanna  að skorað verði á stjórnvöld landsins að felldur verði niður virðisaukasakattur af kaupum slökkviliða á tækjum og búnaði ætluðum til björgunar- og slökkvistarfa.

7. Aðalfundur S.S.S. árið 1996.
Drög að dagskrá lögð fram.

8. Sameiginleg mál.
a)  Lagt var fram bréf dags. 19/9 1996 frá Öldrunarnefnd Suðurnesja ásamt dagskrá ráðstefnu um öldrunarmál á Suðurnesjum 15. nóv. n.k.  Ákveðið að taka þátt í kostnaði við ráðstefnuna.

b)  Lögð var fram dagskrá að ráðstefnu um áhrif Hvalfjarðarganga á búsetu og atvinnulíf, sem haldinn verður á Akranesi 27. sept. n.k.

c)  Lögð fram dagskrá að Ferðamálaráðstefnu 1996 í Stapa 3. og 4. október n.k.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu.

d)  Í  tilefni af 1. lið fundargerðar stjórnar D.S. þann 12. sept. 1996, óskar stjórn S.S.S. eftir því að stjórn D.S. upplýsi hvaðan heimild fyrir umræddri framkvæmd komi.
Af fjárhagsáætlun og fylgigögnum  verður ekki annað skilið en þessari framkvæmd hafi verið hafnað í fjárhagsáætlun sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum fyrir árið 1996.
Bent er á að ef heimild er ekki fyrir hendi fyrir framkvæmd er með öllu óheimilt að hefja hana nema samþykki allra sveitarfélaga sem aðild eiga að D.S. liggi fyrir.

e)  Viðræðunefnd S.S.S. um byggingu D-álmu við SHS kynnti stöðu mála varðandi viðræður við ríksivaldið.
Stjórn S.S.S. lýsir áhyggjum sínum yfir þeim seinagangi sem hefur verið í málinu af hálfu ríkisins og væntir þess og treystir að staðið verði við þau loforð sem gefin voru í minnisblaði milli aðila frá 12. des. 1995 og þær dagsetningar sem þar koma fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00.