fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Stofnfiskur stækkar í Vogum

Fyrsta skóflustunga að nýju hrognahúsi hjá Stofnfiski hf. var tekin í vikunni og mun það rísa á athafnasvæði félagsins í Vogavík. Húsið er um tvö þúsund fermetrar að stærð og er fjárfestingin áætluð um 800 m.kr.

Stofnfiskur er öflugur máttarstólpi í atvinnulífinu í sveitarfélaginu Vogum og er stefnt að frekari uppbyggingu þar á næstu árum, m.a. nýju seiðahúsi sem og húsnæði undir rannsóknir og skrifstofur félagsins.

Félagið stefnir því að flytja meginhluta starfseminnar í Vogavík á næstu árum, með tilheyrandi auknum umsvifum og fjölgun starfa í sveitarfélaginu.

Stofnfiskur sinnir einkum framleiðslu og frjóvgun laxahrogna, sem að stórum hluta fara til útflutnings.