fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Vel sóttur morgunverðarfundur um uppbyggingu ferðaþjónustu á Reykjanesi

Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja og Reykjanes jarðvangur stóðu fyrir morgunverðarfundi í Eldey frumkvöðlasetri dag þar sem fjallað var um uppbyggingu ferðaþjónustu á Reykjanesi en á svæðinu eru margir áhugaverðir og fjölsóttir staðir.
Markmið fundarins var að skoða möguleika og tækifæri sem felast í uppbyggingu þjónustu á svæðinu.Eggert Sólberg Jónsson verkefnastjóri Reykjanes jarðvangs kastaði fram spurningu um hvað ætti að gera við Reykjanesið, Ólafur Árnason sviðsstjóri hjá Eflu verkfræðistofu og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur sögðu frá 100 gíga garði á Reykjanesi og hugmyndum um eldfjallagarð, Klara Halldórsdóttir sölustjóri hjá Bláa lóninu sagði frá uppbyggingu ferðaþjónustu í sátt við umhverfið og Arnar Þór Jónsson arkitekt hjá ARKIS kynnti vistvæn þjónustuhús fyrir ferðaþjónustu.Fundarstjóri var Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík og formaður stjórnar Reykjanes jarðvangs og stjórnaði hann umræðum í lok fundar þar sem rætt var m.a. um framtíðarskipulag svæðisins í tengslum við þjónustu við ferðamenn.