fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Sannkölluð jólagleði í Eldey

Það var sannkölluð jólastemmning á jólagleði í Eldey þar sem sprotafyrirtæki og hönnuðir kynntu framleiðslu sína.Boðið var upp á heita jólaglögg og piparkökur og söngvarinn Valdimar Guðmundsson tók lagið ásamt Björgvini Ívari Baldurssyni. Þá lét flautukvartettinn, Jólaseríurnar, jólalög um allt hús.Í búðinni í Eldey var pop up markaður gestahönnuða en jafnframt voru vinnustofur hönnuða í Eldey opnar.GeoSilica bauð gestum að smakka kísilvatn en fyrirtækið framleiðir hkísil – heilsuvörur úr kísilríku affallsvatni jarðvarmavirkjana sem í dag er að mestu leyti ónýtt auðlind. Þá kynnti Arctic Sea Salt vinnslu sína á heilsusalti en fyrirtækið þróar nú vinnsluaðferð til þess að minnka sodium innihald í saltinu.Hönnuðir sem starfa í Eldey í dag eru:Flingur – Rannveig VíglundsdóttirSpíral – Íris Jónsdóttir og Ingunn E. YngvadóttirAgnes – Agnes GeirsdóttirLjósberinn – Unnur KarlsdóttirMýr design – Helga Björg Steinþórsdóttir
Þeir verða með opnar vinnustofur á aðventunni í Eldey.