fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Stefnumótun í markaðssetningu fyrir Reykjanesið

Alls tóku 30 aðilar af Suðurnesjum þátt í stefnumótunarfundi í Eldey frumkvöðlasetri á dögunum þar sem unnið var að því að skapa sameiginlega sýn í stefnumótun fyrir Reykjanesið.Þeir sem tóku þátt voru frá sveitarfélögum á Suðurnesjum, fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem og einstaklingar sem hafa brennandi áhuga á markaðssetningu til framtíðar á Reykjanesi.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Kapal markaðsráðgjöf sem vinnur nú að endurgerð á vefsíðum markaðsstofa landshluta.Kynnt var staðan í markaðsmálum á svæðinu og notkun á vefsvæðinu visitreykjanes.is.Margar góðar hugmyndir komu fram á fundinum sem eru nú í vinnslu hjá Markaðsstofu Reykjaness. Niðurstöður og frekari skref verða kynntar hagsmunaaðilum þegar nær dregur.