fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Styttist í Heklugos í Eldey

Áætlað er að Heklugos á Suðurnesjum hefjist kl. 19:30 fimmtudaginn 31. maí í þróunarsetrinu Eldey þar sem kynnt verður kraumandi hönnun á svæðinu.Hátt í 40 hönnuðir taka þátt en að viðburðinum standa Eldey, SKASS og menningarráð Suðurnesja.
Dorrit Moussaieff verður heiðursgestur kvöldsins sem hefst með afhendingu styrkja Menningarráðs Suðurnesja.
Boðið verður upp á lifandi tónlist og léttar veitingar en að því loknu mun Ragnheiður Friðriksdóttir kynna hönnunarferðir Reykjavík Concierge. Þá hefst glæsileg tískusýning kl. 20:30 undir dyggri stjórn Helgu Bjargar Steinþórsdóttur og Suðurnesjamannsins Arnars Gauta frá Elite. Anna Ósk Erlingsdóttir ljósmyndari mun mynda sýninguna en þess má geta að samið hefur verið sérstakt lag fyrir sýninguna og er það eftir ungann Suðurnesjamann, ívar Marrow Arnþórsson sem er nýútskrifaður úr Myndlistarskóla Reykjavíkur.Að því loknu verða vinnusmiðjur hönnuða í húsinu opnar og hægt verður að skoða sýningu hönnuða frá Suðurnesjum. Bláa lónið og Sif Cosmetics munu kynna vörur sínar. Fríhöfnin, Íslandsbanki, ÍAV og Kadeco styrkja viðburðinn.
Heklan hvetur sem flesta Suðurnesjamenn til þess að mæta og kynna sér það sem hönnun á Suðurnesjum hefur upp á að bjóða.