fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Hádegisfyrirlestrar í Eldey

Það var fullt hús á hádegisfyrirlestri í Eldey í dag en þar sagði Þóranna Jónsdóttir frá Markaðsmál á mannamáli frá því helsta sem þarf að hafa í huga þegar samfélagsmiðlar eru notaðar í markaðssetningu.Hádegisfyrirlestrar í Eldey verða annan hvern þriðjudag í vetur þar sem fjallað verður um ýmis málefni er nýtast sprotafyrirtækjum og fyrirtækjum í nýsköpun – við hvetjum sem flesta til þess að nýta sér þessa viðburði.Fyrirlestrarnir hefjast kl. 12:00 og lýkur stundvíslega kl. 12:45. Tilvalið að taka með sér hádegisnestið og maula undir fróðleiknum.Allir velkomnir.Þeir sem vilja fylgjast betur með geta skráð sig á póstlista Eldeyjar hér.