Ný fyrirtæki í Eldey
Mikil eftirspurn hefur verið eftir aðstöðu í Eldey í sumar og eru nú allar skrifstofur komnar í útleigu. Enn eru laus nokkur pláss í smiðjunum – þar á meðal í opinni smiðju þar sem hönnuðir deila vinnurými og í opnu vinnurými á efri hæð þar sem hægt er að leigja skrifborð og stól á vægu verði.
Eftirtalin sprotafyrirtæki og verkefni hafa bæst við í flóruna í Eldey frá því í vor:
Markaðsstofa Suðurnesja – Kristján Pálsson og Helga Ingimunardóttir
Spíral hönnun – Íris Jónsdóttir
Gargandi snilld – Guðný Kristjánsdóttir
Hamingjuhornið – Anna Lóa Ólafsdóttir
Apon slf hugbúnaðarþróun og vefhönnun Jón Steinsson og Ármann Jónsson
M74 studio – Guðmundur Bernharð Flosason
Blámar – Kristín Örlygsdóttir og Alfreð Elíasson
Vogin – Skarphéðinn Ölver Sigurðsson og Karl Ingi Eyjólfsson
Kaupráð – Lárus Ingi Magnússon
Photoshopwars – Arnar Stefánsson
Auðlindagarður – Ragnheiður Þórarinsdóttir
SKASS hefur jafnframt fengið aðsetur í húsinu sem og SAR, samtök atvinnurekenda á Suðurnesjum.Fyrirtæki og verkefni eru samtals 29 og starfsmenn í húsinu 45 talsins.
Sjá nánari upplýsingar um Eldey hér.