43. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja
43. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 22. febrúar 2024, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Gestir fundarins eru Stefán G. Thors frá VSÓ og Anna Sóley Þorsteinsdóttir frá Kanon.
Forföll boðuðu þeir: Guðmundur Björnsson, Kjartan Már Kjartansson, Guðlaugur Sigurjónsson, Fannar Jónasson og Gunnar A. Axelsson.
Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
- Fara yfir áherslur og viðfangsefni (mögulegar breytingar)
Í ljósi jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaganum er mikilvægt að endurskoða kaflaskiptingu og áherslur Svæðisskipulags Suðurnesja. Kaflinn náttúruvá var undirkafli í kaflanum samfélag en í tengslum við atburði á svæðinu er mikilvægt að vinna hann sem sjálfstæðan kafla.Jafnframt er lagt til að kaflinn samfélag verður færður inn í kaflann lýðfræði.
Nefndin ræddi samsetningu á lóðarframboði í sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Einnig voru breytingar á atvinnusvæðum ræddar. Lagt er til að tveimur atvinnusvæðum verði bætt inn á núverandi kort en þau eru í landssvæði Grindavíkur.
Umræður urðu um mikilvægi þess að Nesvegur verði byggður upp á sama hátt eins og Suðurstrandarvegur. Ljóst er að mikilvægi Nesvegar hefur aldrei verið meira en núna.
Í framhaldi af umræðum um varavatnsból var Gunnari Ottóssyni falið að hafa samband við Hs veitur vegna þessa.
2. Uppfæra tímaáætlun svæðisskipulagsvinnu
Lögð var til uppfærð tímalína:
- Fundur 21.03 – atvinna/náttúruvá/lýðfræði
- Fundur 11.04 – innviðir/náttúruvá
- Fundur 16.05 – auðlindir/loftlagsmál/umhverfismat
- Fundur 13.06 – vinnslutillaga
- Fundur í ágúst – kynning á vinnslutillögu.
Ekki fleiri mál færð til bókar og fundi slitið kl. 17:15.