Ætlar þú að sækja um styrk?
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja auglýsir nú lausar til umsóknar styrki til eflingar menningar og atvinnulífs á Suðurnesjum – á þitt verkefni ef til vill heima þar?
Fyrsta spurningin sem vaknar er kannski, hvað er uppbyggingarsjóður?
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem styður við menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum.
Sjóðurinn auglýstir eftir umsóknum árlega og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Suðurnesja og reglum sjóðsins.
Hvað er Sóknaráætlun er þá ef til vill næsta spurning. Sóknaráætlun er markmið sem hver landshluti vinnur fyrir sitt svæði með áherslum til framtíðar. Allir geta tekið þátt í að móta sóknaráætlun sem unnin er á fjögurra ára fresti. Nú er einmitt hafinn undirbúningur að nýrri sóknaráætlun fyrir Suðurnes 2025 – 2030 og geta áhugasamir skráð sig í vinnustofur hér.
Uppbyggingarsjóður styður við ýmisskonar verkefni á sviði menningar og atvinnu og nýsköpunar. Sérstök stjórn fer yfir umsóknir en hana skipa fulltrúar frá sveitarfélögum á Suðurnesjum. Til að glöggva þig betur getur verið gagnlegt að skoða hvers konar verkefni sjóðurinn hefur áður styrkt.
Eins og áður segir er uppbyggingarsjóður samkeppnissjóður og því mikilvægt að vanda vel til verka. Við hvetjum áhugasöm til þess að hefja undirbúning tímanlega til þess að auka líkur á árangri en þannig gefst líka kostur á að fá rýni á umsóknina og góðar ábendingar. Hér er hægt að skoða ýmis ráð og ábendingar við umsóknarskrif.
Verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs er Logi Gunnarsson og veitir hann ráðgjöf við gerð umsókna á netfangið logi@sss.is. Þá er einnig hægt að fá ráðgjöf hjá verkefnastjórum SSS og hægt er að kynna sér þá hér.
Kynntu þér málið!