fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Aðilar í ferðaþjónustu bera saman bækur sínar í Eldey

Aðilar í ferðaþjónustu á Suðurnesjum komu saman í Eldey þróunarsetri í gær og kynntu sig og það sem aðrir eru að gera.Nú fer í hönd annasamt ferðasumar en fjölgun ferðamanna á Suðurnesjum var sú mesta á landinu frá 2010 til 2011. Áfram er spáð mikilli aukningu ferðamanna og vill ferðaþjónustan á Suðurnesjum hlutdeild í þeirri þróun.Á fundinum kom fram mikilvægi þess að aðilar í ferðaþjónustu tali saman, vinni saman og upplýsi hvort annað um þau verkefni sem eru í gangi á Suðurnesjum. Mikilvægt sé að veita ferðafólki góða og faglega þjónustu, það séu hagsmunir allra og muni stuðla að fleiri atvinnutækifærum í ferðaþjónustu.Kynnt var nýtt markaðsátak sem er í undirbúningu hjá markaðsskrifstofum um land allt í samvinnu við Ferðamálastofu og Ferðaþjónustu bænda.Að fundinum stóðu Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja í samvinnu við ferðaþjónustufyrirtæki  og Markaðsstofa Suðurnesja.