fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

44 umsóknir bárust í Menningarsjóð Suðurnesja

Alls bárust 55 umsóknir í Menningarsjóð Suðurnesja en umsóknarfrestur rann út 20. apríl sl.Að þessu sinni var einnig auglýst eftir umsóknum til rekstrarstyrkja sem voru samtals 11. Gert er ráð fyrir að úthlutun verði í maí.
Menningarráð Suðurnesja hefur frá árinu 2007 úthlutað styrkjum til menningarverkefna á Suðurnesjum. Mörg frábær verkefni hafa orðið til á þessum árum og sum þeirra komin til að vera. Öll hafa þessi verkefni styrkt menningarlífið á Suðurnesjum og verið hvattning til frekari uppbyggingar á menningarsviðinu.
Á síðasta ári tók Menningarráð þá ákvörðun að styrkupphæðir yrðu í framtíðinni hærri til verkefna og þar með verða verkefnin færri sem munu hljóta styrki. Með þessum breytingum er m.a. horft  til stærri menningarviðburða og viðburða sem geta orðið  atvinnuskapandi til lengri tíma litið.
Á Suðurnesjum er mikið af skapandi og skemmtilegu fólki sem vill efla ímynd svæðisins. Fátt er betur fallið til bættrar ímyndar en öflugt og kraftmikið menningarlíf byggt á traustum grunni. Með fagmennsku í fyrirrúmi í öllu sem við gerum í menningu og menningartengdri ferðaþjónustu, sköpum við  á svæðinu atvinnutækifæri tengdum þessum greinum. Um leið byggjum við upp  góða ímynd fyrir Suðurnes í heild sinni og aukum áhuga landsmanna á að sækja okkur heim.