fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Alþjóðleg ráðstefna EGN í Reykjanesbæ

Nú stendur yfir 17. alþjóðlega ráðstefna Evrópskra jarðvanga sem haldin er í Reykjanesbæ að þessu sinni.

Reykjanes jarðvangur er gestgjafi að þessu sinni en gestir ráðstefnunnar eru um 400 talsins frá 100 jarðvöngum í 30 löndum.
Aðaláherslan er á sjálfbæra nýtingu jarðfræðilegra svæða og jarðvangar sem verkfæri til verndar náttúru og menningar.

Dagskráin er fjölbreytt, með yfir 200 erindum og vinnustofum, þar sem rædd verða málefni eins og verndun jarðminja, nýsköpun í ferðaþjónustu og hvernig jarðvangar geta stuðlað að aukinni vitund um loftslagsmál og náttúruvernd. Íslenskir og erlendir sérfræðingar munu deila reynslu og rannsóknum á sviði jarðfræði og samfélagsþróunar.

Fylgist með dagskrá inn á vef ráðstefnunnar www.egn2024.is eða á viðburðasíðunni hér fyrir neðan.