fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Breskur ferðaskipuleggjandi kannar möguleika á Reykjanesi

Ferðaskipuleggjandinn Julia Jones sótti á dögunum Eldey þróunarsetur heim og kynnti sér starfsemina þar en hún hefur verið að kynna sér betur Reykjanesið og það sem svæðið hefur upp á að bjóða.Julia er jarðfræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í fræðsluferðum fyrir ungt fólk til Íslands en hún rekur ferðaskrifstofuna Iceland traveller. Með henni í förvar Ragnheiður Jóhannsdóttir frá Culture and Craft sem jafnframt býður upp á fræðsluferðir til Íslands og Bretlands t.d. á handverkshátíðir.Að hennar mati eru spennandi hlutir að gerast á Reykjanesi og vildi hún m.a. fræðast um stofnun jarðvangs á svæðinu en þegar hann hefur verið samþykktur getur hún boðið í skólaheimsóknir í jarðvanginn. Einnig býður svæðið upp á fleiri möguleika fyrir og eru uppi hugmyndir um að nýta handverksfólk á svæðinu til kennslu fyrir skólahópa.MyndHér má sjá Juliu kynna sér vörur frá Flingur ásamt Rannveigu Víglundsdóttur.