fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Brimketill á frímerki

Brimketill á Reykjanesi prýðir nýtt frímerki sem Frímerkjasala Póstsins hefur gefið út í flokknum. „Íslensk samtímahönnun IX – Landslagsarkitektúr.“

 

Um frímerkið segir:
Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi skammt frá Grindavík og varð til vegna stöðugs núnings brims við hraunklettana en hraunið er þarna gróft og sprungið. Gerður hefur verið stígur yfir hraunið ásamt útsýnispalli þar sem laugin blasir við. Teiknistofan Landmótun vann að gerð stíga og útsýnispalla fyrir Reykjanes jarðvanginn. Aðalhönnuður verksins var Lilja Kristín Ólafsdóttir. Höfundur deiliskipulags var Óskar Örn Gunnarsson.
Reykjanes Unesco Global Geopark hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að bæta aðkomu og upplifun við Brimketil en um var að ræða bílastæði, stíga og útsýnispalla.
Framkvæmdir hófust haustið 2016 og lauk þeim vorið 2017 en nokkrar tafir urðu á verkinu þar sem aðstæður voru erfiðar á Reykjanesi og þurftu smiðir ÍAV sem sáu um verkið að hafa sig alla við þegar brimið gekk yfir þá á köflum.
Hér má sjá myndband sem starfsmaður ÍAV tók á meðan á framkvæmdunum við útsýnispall stóð sem sýnir glöggt hversu erfiðar aðstæður voru.