fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Mynd frá Veðurstofu Íslands úr fyrsta eftirlitsflugi Langhelgisgæslunnar yfir gosstöðvarnar.

Eldgos hafið í Sundhnjúksgígum

Eldgos hófst að nýju austan við Stóra Skógfell þann 22. ágúst og er það á svipuðum slóðum og fyrri gos.

Um er að ræða níunda eldgosið á rétt innan við þremur árum, en fyrst gaus í Geldingadölum í Fagradalsfjalli 19. mars 2021.

Viðbragð:

Almannavarnir og viðbragðsaðilar hafa virkjað sína öryggisferla og sérfræðingar Veðurstofunnar og háskólasamfélagsins meta aðstæður og uppfæra um stöðu mála reglulega. Verið er að meta aðstæður og munu frekari aðgengisupplýsingar um svæðið, stærð gossins, umfang og staðsetning, verða uppfærðar þegar þær liggja fyrir.

Aðgengi að gosstöðvunum og áningastöðum á Reykjanesi:

  • Meðan verið er að meta aðstæður hafa verið settir lokunarpóstar við Hafnir (veg nr. 44), Grindavíkurveg (nr. 43) og við afleggjarann að Krísuvík á Suðurstrandarvegi (nr. 427). Þá hefur Vigdísavallavegi einnig verið lokað. Lokanir á þessum leiðum verða endurskoðaðar þegar líða fer á atburðinn. Þessar lokanir hafa áhrif á áningastaði eins og Brú milli heimsálfa, Reykjanesvita, Gunnuhver, Brimketil, Bláa lónið, Selatanga, Húsatóftir og allar gönguleiðir um Fagradalsfjall. Fylgist með uppfærslum og fréttum á vef okkar, visitreykjanes.is. 
  • Þó svo að eldgos séu stórkostlegt sjónarspil, þá eru þau hættulegur atburður í náttúrunni og nauðsynlegt að vegfarendur og gestir sýni ábyrgð, fari um svæðið með varkárni og fylgi fyrirmælum yfirvalda um lokanir og viðbragð.
  • Vegfarendur eru beðnir um að stöðva ekki bifreiðar sínar á Reykjanesbraut (veg nr. 41). Hægt er að sjá eldgosið til dæmis frá Ásbrú og Patterson. Hægt er að fylgjast nánar með aðgengi og veglokunum á umferdin.is
  • Á kortinu hér fyrir neðan má finna mögulega útsýnisstaði fyrir utan lokunarpósta til að skoða eldgosið úr öruggri fjarlægð.
Skoða kort

Mikilvægt er að hafa í huga að:

  • Öruggast er að horfa á gosið í vefmyndavélum t.d. á ruv.is og mbl.is á meðan verið er að meta aðstæður, en einnig má horfa á það frá útsýnisstöðum t.d. frá Reykjanesbæ eða Vogunum. Ekki er opið að gosstöðvunum og því ekki hægt að ganga að þeim.
  • Reykjanesbraut er opin fyrir umferð en ekki er ráðlegt fyrir vegfarendur að leggja bílum á vegaxlir. Flug til og frá Keflavíkurflugvelli er á áætlun.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Markaðsstofu Reykjaness: visitreykjanes.is