fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Fundur um atvinnumál í Reykjanesbæ

Fundur um atvinnumál í Reykjanesbæ í Virkjun, Ásbrú fimmtudaginn 20 maí kl 17:30   

Hvetjum alla til að mæta.  

Virkjun-virknimiðstöð boðar til fundar þar sem rætt verður um framtíðarhorfur í atvinnumálum hér í Reykjanesbæ. Mál sem okkur öllum er mjög hugleikið nú á tímum þegar tæp 15% atvinnuleysi er á Suðurnesjum, en trúum því og treystum að úr rætist.

Frummælendur verða oddvitar framaboðslistanna í Reykjanesbæ: Árni Sigfússon Sjálfstæðisflokk i , Friðjón Einarsson Samfylkingunni, Gunnar Marel Eggertsson Vinstrihreyfingunni grænt framboð, Kristinn Þór Jakobsson Framsóknarflokki og einn fulltrúi frá atvinnuleitendum.

Hver frummælandi hefur 7 mínútur til að kynna áherslur þeirra í atvinnumálum. Eftir kynningar frambjóðenda verða leyfðar spurningar og umræður. Nú er tækifæri til að hlýða á og spyrja þá sem bjóða sig fram til að stjórna bænum næstu misserin. 

Allir hjartanlega velkomnir í Virkjun – virknimiðstöð. 

Fundarstjóri Ellert Eiríksson