fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Hætta á eldgosi hefur aukist

Veðurstofan gaf út nýtt hættumatskort 30. desember 2023, þar kom fram að þrátt fyrir að staðan í Grindavík og Svartsengi sé metin með sama hætti og í fyrra korti þ.e. „Töluverð hætta“ þá hefur hættan aukist. Á bakvið hættumatskort Veðurstofunnar eru töluleg gildi sem meta hættuna hverju sinni.  Þau gildi hafa hækkað frá fyrra hættumatskorti en ekki nóg til að hækka þessi tvö svæði sem Grindavík og Svartsengi eru í, um flokk.

Líkt og fram hefur komið eru auknar líkur á eldgosi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að banna ekki dvöl í Grindavík en leggst gegn því engu að síður. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tekur undir þau sjónarmið.

Eins og áður þá er staðan endurmetin á hverjum degi en ekkert bendir til annars en að hætta á eldgosi hafi aukist.