fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Hönnunarsjóður auglýsir ferðastyrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um ferðastyrki hönnunarsjóðs og hægt er að sækja um til 1. september.Ferðastyrkirnir eru ætlaðir hönnuðum og arkitektum til að auka möguleika þeirra á að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum og viðskiptastefnumótum. 
Hver ferðastyrkur nemur 100.000 krónum en sé gert ráð fyrir fleiri farþegum í tengslum við tiltekið verkefni getur verkefnið hlotið fleiri en einn styrk.
Þetta er þriðja umóknarferlið af fjórum um ferðastyrki á þessu ári. Gera má ráð fyrir að um 10 styrkjum verði úthlutað að þessu sinni. Eingöngu er hægt að sækja um styrk í ferðir sem hafa ekki verið farnar, þegar umsóknarfrestur rennur út. Nánar má kynna sér úthlutunarreglur á heimasíðu hönnunarsjóðs, sjodur.honnunarmidstod.is.
Umsóknum skal skilað rafrænt í sérstöku umsóknarformi sem hægt er að nálgast á vefsíðu sjóðsins, sjodur.honnunarmidstod.is
Þá er ein úthlutun ferðastyrkja eftir á árinu, tímarammi hennar er sem hér segir:Opnað fyrir umsóknir 15. september. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.