fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Sjálfbærni sem sóknarfæri

Fimmtudaginn 27. mars gengst Ferðamálastofa fyrir málþingi um sjálfbærni á Hótel Reykjavík Natura. Yfirskriftin er: „Sjálfbærni sem sóknarfæri? Ávinningur – Hindranir – Tækifæri“. 
 
Innlendir og erlendir fyrirlesarar
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, ávarpar málþingið en fyrirlesarar eru bæði innlendir og erlendir. Allt er þetta fólk sem hefur látið sjálfbærni til sín taka með einum eða öðrum hætti.
 
Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent
 
Í lok málþingsins verða Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2013 afhent. Þau hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.
 
Skráning
 
Þátttaka á málþinginu er án endurgjalds en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráning fer fram hér á vefnum og er skráningarfrestur til og með 20. mars.
 
Hér má finna frekari upplýsingar um dagskrá málþingsins og skráningu á þingið.