Hönnun á Suðurnesjum til sýnis í sumar
Maris, hönnunarklasi Suðurnesja hefur í samstarfi við Duushús í Reykjanesbæ opnað sýningu á hönnun á Suðurnesjum sem standa mun í sumar en þátt taka 13 hönnuðir af svæðinu með áherslu á fatahönnun og skart.
Hönnunarklasi á Suðurnesjum hefur það að markmiði að efla samvinnu og tilraunir hönnuða til að auka samkeppnishæfni þeirra.og styðja við nýsköpun. Klasinn varð til í framhaldi af samstarfi hönnuða í frumkvöðlasetrinu Eldey og má þar nefna kaffihúsakvöld, handverkssýningar og Heklugos sem vakti mikla athygli á þeirri gerjun sem á sér stað í hönnun á Suðurnesjum.Verkefnastjóri Maris er Dagný Gísladóttir, frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja sem hefur m.a. umsjón með rekstri frumkvöðlaseturs á Ásbrú.
Maris hefur það að markmiði að efla samvinnu og tilraunir hönnuða til að auka samkeppnishæfni þeirra.og styðja við nýsköpun. Með stofnun hönnunarklasans skapast aukin tækifæri til fjármögnunar verkefna sem miða að því að styrkja hönnun á Suðurnesjum og að sama skapi verður hún sýnilegri. Sýningin er ein liður í því en í framhaldi verður starfsemi hönnuða á Suðurnesjum korlögð til þess að auðvelda samstarf og gera þá sýnilegri.Við hvetjum sem flesta til þess að hafa samband á maris@maris.is og taka þátt í verkefnum klasans en frekari upplýsingar má finna á maris.is.