fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Morgunverðarfundur – Mikilvæg skref í útflutningi

Góðan dag og gleðilegt sumar,
 
Miðvikudaginn 30. apríl, kl. 8.30-10.00 mun fulltrúi frá Íslandsstofu kynna þjónustu útflutningsaðstoðar.
Fundurinn verður haldinn í frumkvöðlasetrinu Eldey, Grænásbraut 506, Ásbrú.
 
Á fundinum mun, Björn H. Reynisson, verkefnastjóri iðnaðar og þjónustu, fara yfir þá þjónustu sem Íslandsstofa býður uppá er við kemur útflutningi (námskeið, ráðgjöf og aðstoð á markaði) og fara yfir nokkra punkta um hvað þarf að hafa í huga þegar halda á í útflutning og stunda viðskipti erlendis.
 
Þessi fundur kemur við flestar atvinnugreinar á svæðinu sem stunda viðskipti eða stefna á viðskipti erlendis. Endilega sendið póstinn áfram á aðila sem gætu haft gagn og gaman af.
 
Skráning:
Vinsamlegast skráið þátttöku á nefangið thura@visitreykjanes.is, með nafni þátttakanda/þátttakenda, netfangi og frá hvaða fyrirtæki viðkomandi kemur.