Hugleiðingar um flugstefnu
Ragnhildur Geirsdóttir segir frá helstu niðurstöðum vinnuhóps um flugstefnu Íslands sem nú er til meðferðar hjá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Stefnunni er ætlað að skapa umhverfi sem viðheldur grunni fyrir flugrekstur og flugtengda starfsemi á Íslandi og er liður í stefnumörkun samgönguáætlunar en mikil umsvif á sviði flugs á Íslandi hafa aukið þörf á slíkri stefnu.
Ragnhildur er forstjóri Reiknistofu bankanna en áður hefur hún m.a. starfað sem aðstoðarforstjóri Wow air, forstjóri Promens hf og forstjóri FL Group.