Í ferðahug á Reykjanesi
Markaðsstofur landshlutanna hafa í samvinnu við Ferðamálastofu ráðist í átak sem ber yfirskriftina „Í ferðahug“ þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast um landið, upplifa og njóta. Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan eða í viðhengi.Markaðsstofa Reykjaness tekur þátt í verkefninu og framleidd verða nokkur myndbönd í vetur með mismunandi þemum sem fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu eru hvatt til þess að deila á samfélagsmiðlum og tengja við þá vöru/þjónustu sem þau bjóða upp á.Dæmi: Gistiheimili á svæði þar sem stutt er í berjamó gæti „póstað“ myndbandinu á sinni Facebook-síðu og/eða vefsíðu og minnt á gistimöguleika hjá sér í leiðinni (eða verið með sérstakt tilboð).Hlekkinn á fyrsta myndbandið í þessari seríu er að finna hérHvert myndband hefur sitt myllumerki sem hægt er að nota í tengslum við verkefnið. Fyrir fyrsta myndbandið er merkið #berjamo en jafnframt er hvatt til þess að merkja það Reykjanesi með #reykjanes..Von er á fleiri myndböndum á næstu vikum, og eru sem flestir hvattir til þess að taka þátt.