fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll

Á 37. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) sem fram fór dagana 11.-12. október
2013 var tveimur tillögum sem snéru að nýtingu Keflavíkurflugvallar með tilliti til innanlandsflugs
vísað til stjórnar SSS. Stjórn SSS fjallaði um tillögurnar á fundi sínum 24. október 2013. Í fundargerð er
eftirfarandi bókun:
Stjórn S.S.S. leggur til að Heklunni verði falið að vinna athugun á möguleikum og hagkvæmni þess
að flogið verði innanlands með ferðahópa beint frá Keflavíkurflugvelli, óháð því hvort
innanlandsflug verði áfram stundað í Vatnsmýrinni í Reykjavík eða ekki. Jafnframt er lagt til að
kannað verði hvaða afleiðingar það hefði fyrir Keflavíkurflugvöll ef innanlandsflugið myndi
leggjast af á Reykjavíkurflugvelli eða breytast frá því sem er í núverandi mynd. Gert er ráð fyrir því
að Heklan skili af sér niðurstöðum fyrir 1. febr. 2014.