fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Er ferðaþjónustan að fara í vsk-inn?

KPMG stóð fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 23. september s.l. í samstarfi við SAF. Fundurinn var sendur út í fjarfundabúnaði KPMG til allra starfsmanna og starfsstöðva KPMG og var ferðaþjónustuaðilum á Reykjanesi boðið að sitja fjarfund í Eldey í boði starfstöðvar KPMG í Reykjanesbæ. Á fundinum var fjallað um boðaðar breytingar á lögum um virðisaukaskatt og áhrif þeirra á fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu sem nú standa utan við virðisaukaskattskerfið. Tólf manns sátu fundinn í Eldey. Glærur af fundinum verða gerðar aðgengilegar á vef KPMG. 
Framsögumenn á fundinum voru; Grímur Sæmundsen stjórnarformaður SAF, Alexander G. Eðvardsson sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs KPMG og Sigurjón Högnason verkefnastjóri á skattaö og lögfræðisviði KPMG
Fundarstjóri var Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAF