Samstarf í menntamálum í Suðurnesjum
Ýmsar og margbreytilegar menntastofnanir er að finna á Suðurnesjum og er það hagur svæðisins að þær vinni sem best saman, ekki síst þegar horft er til þess að staða menntamála á Suðurnesjum hefur ekki fengið góða einkunn. þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var af Expectus fyrir Sóknaráætlun á Suðurnesjum en þar tók stýrihópur helstu hagsmunaaðila á Suðurnesjum þátt í að greina tækifæri í samstarfi menntastofna og vinna í framhaldi samstarfsáætlun.
Stjórn sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur óskað eftir því að stýrihópurinn haldi áfram að forgangsraða verkefnum og kostnaðarmeta en stefnt er að því að hópurinn skili af sér fullmótuðum hugmyndum í lok maí.Samkvæmt forgangsröðun verkefna stýrihóps eru efstu 10 atriði eftirfarandi:
Markaðsátak til að breyta neikvæðri ímynd menntunar
Minnka brottfall
Bæta námsárangur
Virkja bráðgera nemendur
Efla mat og eftirlit með gæðum skólastarfs
Aukin kynning á námsframboði
Efla samstarf og upplýsingaflæði mili skólastiga
Efla tengsl heimilis og skóla
Bregðast betur við vísbendingum um vanlíðan nemenda
Betrumbæta námsefni og kennsluhætti
Framkvæmdastjóri hefur óskað eftir því að stýrihópurinn vinni áfram að forgangsraða verkefnum og leitast við að leggja mat á kostnað við þau. Stefnt er að því að hópurinn skili af sér fullmótuðum hugmyndum í lok maí. Stjórn S.S.S. vill þakka öllum þeim er komu að vinnunni fyrir góð störf. Framkvæmdastjóra falið að senda öllum sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum afrit af skýrslunni.. Þetta kemur fram í skýrslu um samstarf á menntamálum á Suðurnesjum sem unnin var fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja.Samstarf í menntamálum – Sóknaráætlun Suðurnesja 2014