fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Listamannalaun opin til umsóknar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til listamannalauna fyrir sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld. 

Umsóknarfrestur er 2. október 2023 kl. 15:00.

Markmið listamannalauna er að efla listsköpun í landinu en Alþingi veitir árlega fé af fjárlögum til þess að launa listamenn í samræmi við lög [ 57/2009.]

Listamenn á Suðurnesjum eru hvattir til þess að sækja um en á kynningarfundi kom fram að einungis 12% samþykktra umsókna á síðasta ári voru af landsbyggðinni.

Sjá nánar undir Spurt og svarað.

Upplýsingar

Rannís hefur umsjón með umsóknum og hér má nálgast frekari upplýsingar.