Listamannalaun opin til umsóknar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir til listamannalauna fyrir sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld.
Umsóknarfrestur er 2. október 2023 kl. 15:00.
Markmið listamannalauna er að efla listsköpun í landinu en Alþingi veitir árlega fé af fjárlögum til þess að launa listamenn í samræmi við lög [ 57/2009.]
Listamenn á Suðurnesjum eru hvattir til þess að sækja um en á kynningarfundi kom fram að einungis 12% samþykktra umsókna á síðasta ári voru af landsbyggðinni.
Sjá nánar undir Spurt og svarað.
Upplýsingar
Rannís hefur umsjón með umsóknum og hér má nálgast frekari upplýsingar.