Málefni fatlaðra flytjast til sveitarfélaganna
Málefni fatlaðra fluttust alfarið til sveitarfélaganna um áramótin. Sveitarfélögin á Suðurnesjum mynda sameiginlegt þjónustusvæði. Þjónustusvæðið fellur undir stjórn SSS en sérstakt þjónusturáð er hins vegar skipað félagsmálastjórum á svæðinu ásamt fulltrúa fatlaðra. Þjónusturáðið sér um daglega umsýslu.
Samstarfið felur í sér samræmingu og uppbyggingu sérhæfðrar þjónustu á svæðinu. Öll almenn þjónusta við fatlaðra verður hjá félagsþjónustu sveitarfélagnna, ásamt annarri félagslegri þjónustu. Þannig verður samþætting best tryggð auk þess sem viðskiptavinir þurfa ekki að fara á marga staði með sín erindi.
Þessi mynd var tekin í Heiðarholti í Garði, við undirritun samningsins um samstarf sveitarfélagnna. Í Heiðarholti er rekin skammtímavistun en sú þjónusta er til marks um þann rekstur sem samstarf sveitarfélagnna felur í sér.