Menntateymi Sjávarklasans kynnir möguleika í haftengdri starfsemi
Menntateymi íslenska sjávarklasans á Suðurnesjum, skipað fulltrúum frá öllum mennta- og rannsóknarstofnunum á svæðinu, hélt fund í Kaffi Duus í síðustu viku þar sem kynnt var sú þekking, aðstaða og tengslanet sem það getur boðið fyrirtækjum í haftengdri starfsemi upp á í Reykjanesbæ. Farið var yfir þá möguleika sem eru fyrir hendi varðandi samstarf við kennara, nemendur og/eða önnur fyrirtæki til að nýta betur þau tækifæri sem eru til staðar. Þá var farið í heimsóknir í fyrirtæki þar sem m.a. Stofnfiskur var heimsóttur í Voga. Á myndinni er Menntateymið samankomið ásamt Báru Gunnlaugsdóttur hjá Stofnfiski lengst til hægri. Áætlað er að næsti fundur Menntateymisins fari fram í Sandgerði í apríl.