fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Menntun án aðgreiningar á Íslandi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og ýmsir hagsmunaaðilar skólasamfélagsins standa fyrir:

  • Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum í samstarfi við Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfir (European Agency for Special Needs and Inclusive Education). Sjá nánar hér.

Samningur þar um var undirritaður 3. nóvember 2015. Í aprílmánuði síðastliðnum  komu sérfræðingar Evrópumiðstöðvarinnar til Íslands og unnu í eina viku að eigindlegum hluta úttektarinnar með viðtölum við hópa og einstaklinga sem tengjast menntakerfinu á Íslandi með einum og öðrum hætti, ásamt því að heimsækja nokkra skóla víða um landið. Allt að 300 hagsmunaaðilar tóku þátt í þessum lið úttektarinnar.

Annar liður í úttektinni er vefkönnun sem beint er til skólastjórnenda, kennara, stuðningsstarfsfólks í skólum og foreldra á þessum þremur skólastigum
og verður hún opin til 24. júní nk.

Sjá frétt á heimasíðu Evrópumiðstöðvarinnar hér.