fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Nemakort Strætó á landsbyggðinni

Nú stendur nemendum til boða að kaupa nemakort með landsbyggðarvögnum Strætó fyrir haustönn 2021 á Suðurlandi, Suðurnesjum, Vesturlandi og Norður- og Norðausturlandi. Kortin eru fyrir nemendur sem sækja nám við framhalds- eða háskóla á landsbyggðinni, eða eru með búsetu á landsbyggðinni og sækja nám við sambærilega skóla á höfuðborgarsvæðinu. Kortin gilda eina önn í senn. – Haustönn til og með 10. janúar – Vorönn til og með 15. júní.

Upplýsingar um sölu nemakorta á landsbyggðinni er inn á heimasíðu Strætó undir liðnum Verslun og svo Nemakort á Landsbyggðinni. Þar eru gefin upp verð á nemakortunum og hverngi staðið er að pöntun og greiðslu á kortunum.

https://www.straeto.is/is/verslun/nemakort-a-landsbyggdinni

Meðan notandi hefur ekki fengið kort afhent í pósti getur sá hinn sami ferðast með landsbyggðarstrætó með því að sýna kvittun úr heimabanka og persónuskilríki með mynd. Notkun nemakortanna er óðháð aksturstefnu notandan. Hægt er að ferðast frá A til B og B til A. Notendur kortanna eru ekki bundnir við að nota kortið í eina tiltekna akstursstefnu. Einungis er hægt að nota nemakortin innan þess landsfjóðrungs sem þeð er gefið út fyrir. Sem dæmi, kort gefið út fyrir Vesturland er ekki nothægt í landsbyggðarvögnum á Suðurlandi. Nemakort Strætó á landsbyggðinni gilda ekki í vögnum á höfuðborgarsvæðinu.   Gerð nemakorta í landsbyggðarvögnum Strætó: