fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Nemakortin komin í sölu fyrir nemendur með lögheimili á Suðurnesjum

Nemakort fyrir nemendur með lögheimili á Suðurnesjum eru komin í sölu
 
Nemakortin gilda á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu sem og á milli þessara tveggja staða.  Kortið gildir út vorönn 2015 og kostar kr. 82.000,-.  Greiða þarf kortið fyrirfram inn á reikning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.  Greiðslu skal leggja inn á reikning 0142-26-11546, kt. 640479-0279. 
Senda þarf eftirfarandi upplýsingar á netfangið maria@sss.is
• nafn
• kennitölu
• staðfestingu á skólavist
• kvittun fyrir greiðslu korts
• mynd
Strætó mun framleiða kortið og senda nemendum heim á lögheimili sitt.  Allar nánari upplýsingar er að finna á straeto.is og hjá þjónustuveri Strætó í síma 540 2700.
 
Vegna breytinga á reglum LÍN þurfa þeir nemendur sem hafa rétt á jöfnunarstyrk að sækja um hann sjálfir til LÍN.  Þessi breyting hefur það í för með sér að þegar greiðslur berast frá LÍN fær nemandinn allan ferðastyrkinn beint til sín.  Rétt er að benda á að nemandi ber alla ábyrgð á að sækja um styrk í jöfnunarsjóð LÍN.  Síðasti umsóknarfrestur á vorönn er 15. febrúar.