Ný sóknaráætlun fyrir Suðurnes
Nú stendur yfir vinna við nýja Sóknaráætlun fyrir Suðurnes en áhersla er lögð á það að leita samráðs víða við hagsmunaaðila á svæðinu.
Nú stendur yfir önnur umferð samráðsins og hafa fulltrúar frá sveitarfélögum, fyrirtækjum, félagasamtökum, ungu fólki, menntastofnunum og innflytjendum svo eitthvað sé nefnt verið boðaðir á vinnufund þar sem „spilað“ verður með fjármuni ríkisins og þeim áætlað á valda málaflokka.
Ráðgjafar frá Capacent leiða vinnuna fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum en að lokum er gert ráð fyrir að áætlunin fari í almennt samráð á netinu.
Hér má sjá frekari upplýsingar um Sóknaráætlun Suðurnesja.