fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Nýsköpunarþing í Reykjanesbæ

Nýsköpunarþing verður haldið í Andrews á Ásbrú fimmtudaginn 10. október kl. 17 – 19:00.Öflugir samstarfsaðilar koma að þinginu og lögð verður sérstök áhersla á þrjár stoðir og margfeldisáhrif þeirra fyrir atvinnulífið á Reykjanesi.
Styrkleikarnir sem unnið verður með tengjast grænni orku, iðnaði, sjávarfangi og samgöngumiðju.Leitað verður svara við því hvernig byggja megi virðisaukandi starfsemi ofan á frumframleiðslu eða grunnþjónustu.Sýndar verða kynningarmyndir um þessar stærstu stoðir atvinnulífsins á Reykjanesi, hvernig þær virka saman, hvaða gríðarlegu tækifærum við búum yfir og hvernig við förum að því að nýta þau á réttan hátt fyrir svæðið og landið í heild.