fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Hagsmunamál ferðaþjónustunnar og erlend markaðssetning

Þann 15. október kl. 15, verður haldinn fundur þar sem hagsmunaðilar í ferðaþjónustu koma saman til skrafs og ráðagerða og fjalla um brennandi mál í ferðaþjónustu.Á fundinum ætlar Íslandsstofa að kynna áherslur í markaðssetningu erlendis og markaðsverkefnið Ísland- allt árið á komandi vetri og Samtök ferðaþjónustunnar mun fara yfir helstu hagsmunamál greinarinnar.Fundurinn eru öllum opinn, og er sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á erlendri markaðssetningu og hagsmunamálum ferðaþjónustunnar.Fundurinn fer fram í Svaninum, fundarsal Heklunnar að Grænásbraut 506, Ásbrú.Skráning á fundinn fer fram hjá Markaðsstofu Reykjaness á netfangið thura@visitreykjanes.is